Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2007

Daydream

       Daydream  

    Mikið er nú gott að hafa geislaspilara í bílum.  Ég er alveg búinn að gefast upp á hlusta á útvarpið, allur þessi hellingur af auglýsingum um að kaupa og kaupa, þessi á afmæli í dag, þetta gerðist á þessum degi fyrir 17ogsúr og núna vantar klukkuna í ..... þetta trekkir mig bara upp. Í hleðslunni eru diskar sem hæfa oft hvernig mér líður eða vill láta mér líða.

 Daydream[1]
  1. Kill Bill.  Man þegar ég heyrði hann fyrst, fannst það vá, og var að pæla hvort hafi komið á undan, tónlistin eða myndin. Gott skap.
  2. Hárið. Ég held að ef ég hefði fæðst 10 árum fyrr, væri ég ennþá skakkur með kringlótt gleraugu og sítt hár. Þessi hugsjón heillar mig einhvern hátt, ást og friður, minnir mig líka á hitt heim. Ásríkur,
  3. Sounds  from Himalaja.  Fékk einu sinni dellu fyrir panflautu tónlist, í dag er þessi einn eftir, keypi hann af Indíánum sem voru að spila á götu í DE. Rólegur.
  4. Drengjakór. Einhver drengjakór frá Vin að syngja þjóðsöngva frá USA, DE og Rússlandi, syngja eins og englar blessaðir drengirnir. Jafnt skap.
  5. Black cat Withe cat.  Einn uppáhalds diskurinn. Þessi spilagleði, kæruleysi, já góður til að vera í deginum í dag. Mikið gott skap.
  6. Gladiator. Góður í þessari spennu umferð, verð dreyminn og staðráðnari í að halda áfram þessari leit minni, maður lifir bara einu sinni. Róleg hugsun.
    Svo finnst mér bara gott að keyra um í rigningunni og hlusta, eða bara gera allt annað en að pakka niður, karlinn er eittkvað blue þessa daga, en nýr dagur, ný verkefni, hafa gaman af

  thinking-monkey[1].


Ferðafélagi.

brosFerðafélagi.

 

      Einhver sagði og einhverstaðar stendur að lífið sé ferðalag. Ég er sammála því, þó ég hafi farið aðeins í bókstafstrú  síðustu ár.        Og  þessi hamingja væri ekki á áfangastað heldur ferðin sjálf. 

Maður getur valið sér ferðafélaga í þessa ferð að stóru leiti, en sumir eru valdir fyrir þig og maður getur engu um það breytt, einkum þann sem heldur á gleraugunum þínum daginn út, og mitt stærsta verkefni í dag er að sættast við glerberan og þá völdu.

 Nýrdagur  Var hugsað um þetta þegar ég rakst á dagbók sem skrifaði fyrir nokkrum árum.   Þá fór ég í ferð til Laos, með Englendingi sem heitir(vonandi) Willi.  Ungur og skemmtilegur strákur sem vann fyrir sér með móðurmálinu á flakki sínu, góður ferðafélagi. Við löbbuðum og hjóluðum mikið í þessu fátæka, einræðispilta, fallega landi, og  fyrir góðan aldursmun hélt ég í hann. með vondri hjálp.  Ég lærði mikið í þessari ferð, eins og það sé hægt að brosa og vera lífsglaður án allra þessa efnishluta sem við teljum svo mörg að við gætum ekki verið án. Og líka að vakna að morgni er guðsgjöf. En það sem ég skrifaði heima í Hanoi, einum jaxl fátækari og með svitadropa drippandi af nefbroddinum eins og á biluðum vatnskrana.................... “mikið rosalega er gaman að sjá þetta allt og upplifa, en því þurfti ég að taka hann Viðar með mér”

RVK.

Baraaðlabba            Þetta var yndisleg helgi.  Allt þetta fallega mannlíf í borginni minni.  Borginni sem ég hef verið (og er reyndar  smá) ósáttur við og vill ekki hafa sem mína endastöð.  Og að fara á tónleika með gamalli vinkonu, sem ég hef ekki hitt í rúman áratug.  Og það var eins og við hefðum kvaðst í fyrradag, að ég hefði bara skoppið í bæinn til að borga stöðumælasekt og misst af 2-3 strætóum á leiðinni til baka. Sitja undir teppi og hlusta á góða listamenn, labba hönd í hönd í gegnum laugardalinn, tala, hlæja og sjá alla þessa fallegu sköpun. Heim að horfa á mjög góða bíómynd í náttfötum, ullarsokkum með nammi,  falleg minning.  Og gærdagurinn með sinni glæsilegu flugeldasýningu í lokinn, ég er sátt sál.


Stórir jeppar

hmm     Ein leið mín í því að reyna að gera mig að betri manni,  er að vera ekki að flokka fólk, það þrengir svo sýn mína í að horfa á alla þess fallegu flóru af mannabörnum. En þessi hræðilega umferð á götum RVK á föstudögum, (sem mér finnst alltaf vera að aukast), getur valdið því að ég kolfell í þessari viðleitni minni. 

       Hér í denn var talað um að maður skildi hafa varan á ef maður sæi gamlan karl, í frakka og með hatt akandi um á Lödu, það mátti búast við öllu frá þeim bæ.  Á leið minni niður í bæ frá kópavogi í morgun var svínað þrisvar illilega á mig, en í þau skipti voru það “KONUR Á STÓRUM JEPPUM”  svona upphækkaðir að maður kæmist á pólinn án þess að fara úr inniskónum.  Þetta geta varla verið hentug ökutæki til að snattast um í bænum.  Þar sem  Lödur og gömlu karlarnir með hattinn eru lítt sjáanlegir í dag, og eflaust hættir að keyra, þá ætla ég að nota þann vara sem var innbyggður og nota hann á bæði kyn, sem aka um á krómuðum, bónuðum, stórum jeppum. 


Köben

 

 Fann myndir úr ferð okkar Ellasukk til Köben fyrir jólin í fyrra.  Mér þykir alltaf vænt um Köben, hef eitt þar ófáum dögum, og eiginlega alltaf góðar minningar sem koma í kollinn þegar ég hugsa þangað, þótt kollurinn hafi oft verið verið í misgóðu standi þar á götum.

     Var þar fyrst 16 ára einn að þvælast, á leiðinni heim úr sveitardvöl á Jótlandi, sem ég var í nokkra mánuði að mjólka beljur, gefa grísum og drekka öl.  Man eftir þegar ég fór fyrst í verslun þar sem mig minnir að hafi heitið Brugsen,  kom að kassanum með sígó, öl og vodka.  Kassadaman stimplaði þetta inn og spurði "var það einkvað fleira" tíminn stoppaði og það komu fiðlutónar að ofan og allt birti upp, , hérna vill ég sko eiga heima.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband