Ferðafélagi.

brosFerðafélagi.

 

      Einhver sagði og einhverstaðar stendur að lífið sé ferðalag. Ég er sammála því, þó ég hafi farið aðeins í bókstafstrú  síðustu ár.        Og  þessi hamingja væri ekki á áfangastað heldur ferðin sjálf. 

Maður getur valið sér ferðafélaga í þessa ferð að stóru leiti, en sumir eru valdir fyrir þig og maður getur engu um það breytt, einkum þann sem heldur á gleraugunum þínum daginn út, og mitt stærsta verkefni í dag er að sættast við glerberan og þá völdu.

 Nýrdagur  Var hugsað um þetta þegar ég rakst á dagbók sem skrifaði fyrir nokkrum árum.   Þá fór ég í ferð til Laos, með Englendingi sem heitir(vonandi) Willi.  Ungur og skemmtilegur strákur sem vann fyrir sér með móðurmálinu á flakki sínu, góður ferðafélagi. Við löbbuðum og hjóluðum mikið í þessu fátæka, einræðispilta, fallega landi, og  fyrir góðan aldursmun hélt ég í hann. með vondri hjálp.  Ég lærði mikið í þessari ferð, eins og það sé hægt að brosa og vera lífsglaður án allra þessa efnishluta sem við teljum svo mörg að við gætum ekki verið án. Og líka að vakna að morgni er guðsgjöf. En það sem ég skrifaði heima í Hanoi, einum jaxl fátækari og með svitadropa drippandi af nefbroddinum eins og á biluðum vatnskrana.................... “mikið rosalega er gaman að sjá þetta allt og upplifa, en því þurfti ég að taka hann Viðar með mér”

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband