RVK.

Baraaðlabba            Þetta var yndisleg helgi.  Allt þetta fallega mannlíf í borginni minni.  Borginni sem ég hef verið (og er reyndar  smá) ósáttur við og vill ekki hafa sem mína endastöð.  Og að fara á tónleika með gamalli vinkonu, sem ég hef ekki hitt í rúman áratug.  Og það var eins og við hefðum kvaðst í fyrradag, að ég hefði bara skoppið í bæinn til að borga stöðumælasekt og misst af 2-3 strætóum á leiðinni til baka. Sitja undir teppi og hlusta á góða listamenn, labba hönd í hönd í gegnum laugardalinn, tala, hlæja og sjá alla þessa fallegu sköpun. Heim að horfa á mjög góða bíómynd í náttfötum, ullarsokkum með nammi,  falleg minning.  Og gærdagurinn með sinni glæsilegu flugeldasýningu í lokinn, ég er sátt sál.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

kæri viðar !

þetta er falleg færsla ! það er gott að skapa góðar minningar bæði einn og með öðrum !

hafðu fallegan mánudag !

AlheimsLjós til þín

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 20.8.2007 kl. 05:54

2 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Yndislegar minningar sem hlýja um hjartaræturnar.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 20.8.2007 kl. 13:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband