Hve blásnautt er hjarta sem einskis saknar

      Kennari minn var að tala um sitt upphalds ljóðskáld.  Og ég fór í Ragnar Reykás gírinn.  Hvernig er hægt að gera falleg ljóð á þessu tungumáli hugsaði ég, þetta mál er eitthvað svo akkúrat, ´´ég feitur núna´´  fannst og reyndar finnst ennþá að það vanti í málið þetta flæði sem mitt mat á góðu ljóði er.  En það er kannski málið að hver hefur sitt mat, það er margra mat að fyrverandi ritstjóri moggans hafi verið gott ljóðaskáld, mat manna er misjafnt, sem betur fer, annars væri heimurinn í flokksgrænu.  Svo ég ætla að vera meira opinn, reyna að hætta dæma þessi hljóð sem eru notuð hér til að búa til myndir í höfðinu, sem tommustokk, sem segir akkúrat bilið á milli A og B.  En það verður vinna því.........

Ljóst var af morgni og lifnað í grein.
Frá langri nótt gekk ég mannauð stræti.
Við torgið ég sá einn tötrasvein.
Ég tók upp verð, - hann brá að sér fæti.
Landhlaupi var hann og lá upp við stein.
Hann leit á mig snöggt. - Ég ber það í minni.
Einn geisli braust fram, og gullið skein,
gnótt í hans hönd, en aska í minni.

Það smáa er stórt í harmanna heim, -
höpp og slys bera dularlíki, -
og aldrei er sama sinnið hjá tveim,
þótt sama glysi þeir báðir flíki. -

En mundu, þótt veröld sé hjartahörð,
þótt hrokinn sigri og rétturinn víki,
bölið, sem aldrei fékk uppreisn á jörð,
var auðlegð á vöxtum í guðanna ríki.

Eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt,
sem dropi breytir veig heillar skálar.
Þel getur snúist við atorð eitt.
Aðgát skal höfð í nærveru sálar.
Svo oft leyndist strengur í brjósti,sem brast
við biturt andsvar, gefið án saka.
Hve iðrar margt líf eitt augnakast,
sem aldrei verður tekið til baka.


Ein hreyfing, eitt orð, - og á örskots-stund
örlaga vorra grunn vér leggjum
á óvæntum, hverfulum farandfund,
við flim og kerskni, hjá hlustandi veggjum.
Hvað vitum vér menn? Eitt vermandi ljóð,
ein veig ber vort líf undir tæmdum dreggjum.
- hvað vill sá sem ræður? Voldug og hljóð
reis verkmanna sól yfir múranna eggjum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband