Vel á vondan

      Frá Ankor til Phnom Penh, var rúta 7-8 tíma, og eins og vanalega fór ég aftast í von um að rútan væri hálf og ég gæti tekið öftustu sætin og lagst, en rútan var full og mér var vísað í mitt merkta sæti.

          Verndargoðið mitt hefur hugsað með sér að ferðin hafi gengið of smurt fyrir mig hingað til, svo við hlið mér sest eldri maður, og bara hreimurinn og hvaðan hann væri, virkaði á mig eins og að strjúka ketti öfugt, augun galopinn og hakan að síga,  og þegar hann byrjaði að tala fór höfuð mitt upp eins og sjónpípa á kafbát, í örvæntingu að leita að öðru sæti, og ég viðurkenni vel að ég hef smá fordóma gagnvart fólki með þetta útsýni á heiminn, en rútan var stútfull, hann trúboði frá LouisianaW00t.

 

      Og hann gat bara ekki hætt að tala, ég ætlaði að beita ´´er sofandi´´ og þá hallaði hann sér bara fram á næstu sæti og malaði. Og sofandi trikkið gekk ekki, í fyrsta vildi ég sjá landið og var búinn að innbyrða einhverja lítra af uppáhelling áður en ég fór. Svo er ég á þeirri skoðun að ef hann hefði hætt að tala hefði hann kafnað, svo ég fór í æðruleysisgírinn og hlustaði, en sagði við hann strax að það væri örugglega ekki margt sem við værum sammála um. Ég veit það sagði gamli, og vill ekki að þú segist vera það ef þú sért það ekki, ég veit vel að þið norðan fólk eruð semi kommar. Svo í 7tíma  skoðaði ég myndir af allri hans fjölskyldu og meira til, og fékk rök fyrir,,,  rikið er vont, á fox er talað mannamál, tugi af setningum úr biblíu, Jósep var fósturfaðir jesú, og Shara Palin verður góður næsti forsetiSick.

  

   Þú virðist áhyggjufullur my son,  og ég sagði honum að timinn milli rúta í PP væri svo stuttur og ég rataði ekkert í þeirri borg.  Don’t worry my son, síminn upp og í PP beið tuktukdriver from hell, ‘’sjáðu um þennan dreng, ég borga’’ og á þessum klukkutíma náði hann að gefa mér að borða, þig unga fólk borðið ekki nógu gott, í sendiráð og til baka, og uppí rútu til Saigon.

      Það eina sem vantaði á þennan höfðingja var kúrekahattur, en hann var með derhúfu svo hann var í mynd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: K Zeta

Skemmtileg saga Viðar og mjög vel skrifuð.

K Zeta, 27.4.2010 kl. 23:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband