Reynsluboltar í vegi manns

    Var að lesa bakþanka DÞJ,  fæ oft þá tilfiningu að lif mitt hafi verið hálf tíðindalaust.

       Ég hef verið samferða mörgum reynsluboltanum í gegnum tiðina, á sjó, vestur á fjörðum og víðar.   Og lika sofna ég við hliðina á einum þessa daga.  Gula mín ólst upp í kamerat fjölskyldu og var kamerat

.  Sagði að þegar strákarnir þrömmuðu inn í borgina eftir stríð hafi hún verið svo stolt og virkilega trúað að þetta stjórnarfar og friður  kæmi hamingju í hennar líf og annara.

     Pabbi hennar vann við viðhald á lestum í Hai Phong, lærði hjá franskinum, og á vissum tima voru vaktirnar langar hjá honum, að bíða eftir lest til að gera við, sem oft bara ekki komu.   Mánaðarlega voru fundir á heimilinu eins og hjá flokknum, og farið yfir það sem betur mátti fara.  Venjulegu fötin þurfti hún að fela fyrir utan heimilið, þar varstu klæddur flokksgrænu.    

      Eftir skóla fór hún til Kambódíu, að kenna, 81-83, var þar í 2ár, hennar herskylda, því þar var lítið um kennluhæft fólk á þeim tíma eftir þá rauðu.

     Kaninn fordæmdi innrásina, og Kina líka, sem var í stríði við þá fyrir norðan, og aðal stuðningur rauðu, og svo Ari og félagar.  Það er svo oft sem maður kynnir sér ekki fortíð fólks sem verður á vegi manns, og gerir kannski upp mynd sem er ekki réttlát, og stundum bara ekki sönn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband