hehe[1]     Þá er komið nýtt ár.  Ósköp hátíðlegt og góður "andi" yfir borg.  Andarnir koma inn í hús á miðnætti og þeirra beið veisluborð við dyrnar, sem svo við borðum á morgun, góð nýting.Grin   Og næstu viku verður bærinn eins og draugabær, allt lokað og læst. Kani sem ég var hjá í kvöld orðaði seinustu daga hér, að þetta væri eins og jól á sterum.

   Ég hitti þennan kana reglulega, indæll karl, vinnur hjá Circus in America, segir annað, en eitthvað hefur hann klikkað í í vinnunni, því hátalarar sem eru hér um allan bæ, og flytja fréttir og boðskap nokkrum sinnum á dag, var búið að snúa að húsinu hans, fullum styrk með boðskap, nonstopp, svo við þurfum að tala hátt.  Þetta fannst mér og frakkanum hræðilega fyndið, reyktum Gauloise, hóstuðum og hlógum meira.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband