Stórir jeppar

hmm     Ein leið mín í því að reyna að gera mig að betri manni,  er að vera ekki að flokka fólk, það þrengir svo sýn mína í að horfa á alla þess fallegu flóru af mannabörnum. En þessi hræðilega umferð á götum RVK á föstudögum, (sem mér finnst alltaf vera að aukast), getur valdið því að ég kolfell í þessari viðleitni minni. 

       Hér í denn var talað um að maður skildi hafa varan á ef maður sæi gamlan karl, í frakka og með hatt akandi um á Lödu, það mátti búast við öllu frá þeim bæ.  Á leið minni niður í bæ frá kópavogi í morgun var svínað þrisvar illilega á mig, en í þau skipti voru það “KONUR Á STÓRUM JEPPUM”  svona upphækkaðir að maður kæmist á pólinn án þess að fara úr inniskónum.  Þetta geta varla verið hentug ökutæki til að snattast um í bænum.  Þar sem  Lödur og gömlu karlarnir með hattinn eru lítt sjáanlegir í dag, og eflaust hættir að keyra, þá ætla ég að nota þann vara sem var innbyggður og nota hann á bæði kyn, sem aka um á krómuðum, bónuðum, stórum jeppum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband