Phnomí Penhí

Ekkialvegbuinn

      Hann var kominn í heiðursstúku (þó ekki eins flotta og sá elsti, hann fer í brons, segi frá honum seinna). og farinn að safna ryki. Ég tel mig of gamlan og slitinn að ferðast á þennan máta, og líka að einhver ferðakvíðisvírus hefur verið að grassera í mér, eða bara hún elli kerling að minna mig á að minn prímatími er liðinn. 

               Og ég sem hélt að ég væri nú orðinn það sjóaður reynslubolti að ekkert kæmi mér á óvart, en gleymi þá að taka kerfið með í dæmið, úr landi innan 35 stunda, velja sendiráð í grend, og get athugað um miðjan næsta mánuð hvort vísur eru kominn.     Síam og Kína alveg út vegna auraskorts.    Það var Laos eða kambodía sem valið var um að lokum, og valdi ég Phnom Penh eftir að hafa talað við mann í skólanum sem var kominn frá Laos fyrir ekki svo löngu.     Og það var ekki sama fátæka rólega Laos sem ég heimsótti fyrir tæpum 10 árum sem hann lýsti fyrir mér. Jú fátæk og spillt er það enn.

     Fyrirvarinn svolítið stuttur fyrir svona ferð, ekki tími til að lesa sig um og gera plan, en heldur ekki til að leggjast í sjálfsvorkunn, heldur gera þetta að góðri minningu.

 

Rigning i Hamburg2001


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband