Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2010
30.4.2010 | 15:03
35ár
Núna spengja þeir tívolibommbur í miklu magni, það notrar allt, aldrei sér eins margar og stórar. Ég hef heyrt margar útfærslur frá kana um hvernig stríðið fór eða endaði. Þeir geta ekki sagt að þeir hafi unnið stríðið, svo hinn helmingurinn á peningum er,,, annars finnst mér orðalag kerlu minnar best, dagurinn sem seinasti CIA gaurinn drullaði sér í burt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.4.2010 | 09:00
Einlægt svar og bros.
Fyrir utan péturstorg sat bróðir og seldi nikkelpeninga með myndum af karli í kjól, sem er nær einhverjum guði að margra mati. Ég fékk hjá honum einn en borgaði fyrir nokkra og sagði "have a vine", hann leit á aurinn og svaraði, "ye, too day a good vine". 'Og karlinn í kjólnum hangir á hondunni og er notaður til að ýta niður innsoginu þegar það er fast.
Bloggar | Breytt 30.4.2010 kl. 07:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.4.2010 | 08:24
Vel á vondan
Frá Ankor til Phnom Penh, var rúta 7-8 tíma, og eins og vanalega fór ég aftast í von um að rútan væri hálf og ég gæti tekið öftustu sætin og lagst, en rútan var full og mér var vísað í mitt merkta sæti.
Verndargoðið mitt hefur hugsað með sér að ferðin hafi gengið of smurt fyrir mig hingað til, svo við hlið mér sest eldri maður, og bara hreimurinn og hvaðan hann væri, virkaði á mig eins og að strjúka ketti öfugt, augun galopinn og hakan að síga, og þegar hann byrjaði að tala fór höfuð mitt upp eins og sjónpípa á kafbát, í örvæntingu að leita að öðru sæti, og ég viðurkenni vel að ég hef smá fordóma gagnvart fólki með þetta útsýni á heiminn, en rútan var stútfull, hann trúboði frá Louisiana.
Og hann gat bara ekki hætt að tala, ég ætlaði að beita ´´er sofandi´´ og þá hallaði hann sér bara fram á næstu sæti og malaði. Og sofandi trikkið gekk ekki, í fyrsta vildi ég sjá landið og var búinn að innbyrða einhverja lítra af uppáhelling áður en ég fór. Svo er ég á þeirri skoðun að ef hann hefði hætt að tala hefði hann kafnað, svo ég fór í æðruleysisgírinn og hlustaði, en sagði við hann strax að það væri örugglega ekki margt sem við værum sammála um. Ég veit það sagði gamli, og vill ekki að þú segist vera það ef þú sért það ekki, ég veit vel að þið norðan fólk eruð semi kommar. Svo í 7tíma skoðaði ég myndir af allri hans fjölskyldu og meira til, og fékk rök fyrir,,, rikið er vont, á fox er talað mannamál, tugi af setningum úr biblíu, Jósep var fósturfaðir jesú, og Shara Palin verður góður næsti forseti.
Þú virðist áhyggjufullur my son, og ég sagði honum að timinn milli rúta í PP væri svo stuttur og ég rataði ekkert í þeirri borg. Dont worry my son, síminn upp og í PP beið tuktukdriver from hell, sjáðu um þennan dreng, ég borga og á þessum klukkutíma náði hann að gefa mér að borða, þig unga fólk borðið ekki nógu gott, í sendiráð og til baka, og uppí rútu til Saigon.
Það eina sem vantaði á þennan höfðingja var kúrekahattur, en hann var með derhúfu svo hann var í mynd.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.4.2010 | 07:09
Hve blásnautt er hjarta sem einskis saknar
Kennari minn var að tala um sitt upphalds ljóðskáld. Og ég fór í Ragnar Reykás gírinn. Hvernig er hægt að gera falleg ljóð á þessu tungumáli hugsaði ég, þetta mál er eitthvað svo akkúrat, ´´ég feitur núna´´ fannst og reyndar finnst ennþá að það vanti í málið þetta flæði sem mitt mat á góðu ljóði er. En það er kannski málið að hver hefur sitt mat, það er margra mat að fyrverandi ritstjóri moggans hafi verið gott ljóðaskáld, mat manna er misjafnt, sem betur fer, annars væri heimurinn í flokksgrænu. Svo ég ætla að vera meira opinn, reyna að hætta dæma þessi hljóð sem eru notuð hér til að búa til myndir í höfðinu, sem tommustokk, sem segir akkúrat bilið á milli A og B. En það verður vinna því.........
Ljóst var af morgni og lifnað í grein.Frá langri nótt gekk ég mannauð stræti.
Við torgið ég sá einn tötrasvein.
Ég tók upp verð, - hann brá að sér fæti.
Landhlaupi var hann og lá upp við stein.
Hann leit á mig snöggt. - Ég ber það í minni.
Einn geisli braust fram, og gullið skein,
gnótt í hans hönd, en aska í minni.
Það smáa er stórt í harmanna heim, -
höpp og slys bera dularlíki, -
og aldrei er sama sinnið hjá tveim,
þótt sama glysi þeir báðir flíki. -
En mundu, þótt veröld sé hjartahörð,
þótt hrokinn sigri og rétturinn víki,
bölið, sem aldrei fékk uppreisn á jörð,
var auðlegð á vöxtum í guðanna ríki.
Eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt,
sem dropi breytir veig heillar skálar.
Þel getur snúist við atorð eitt.
Aðgát skal höfð í nærveru sálar.
Svo oft leyndist strengur í brjósti,sem brast
við biturt andsvar, gefið án saka.
Hve iðrar margt líf eitt augnakast,
sem aldrei verður tekið til baka.
Ein hreyfing, eitt orð, - og á örskots-stund
örlaga vorra grunn vér leggjum
á óvæntum, hverfulum farandfund,
við flim og kerskni, hjá hlustandi veggjum.
Hvað vitum vér menn? Eitt vermandi ljóð,
ein veig ber vort líf undir tæmdum dreggjum.
- hvað vill sá sem ræður? Voldug og hljóð
reis verkmanna sól yfir múranna eggjum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.4.2010 | 08:48
Reynsluboltar í vegi manns
Var að lesa bakþanka DÞJ, fæ oft þá tilfiningu að lif mitt hafi verið hálf tíðindalaust.
Ég hef verið samferða mörgum reynsluboltanum í gegnum tiðina, á sjó, vestur á fjörðum og víðar. Og lika sofna ég við hliðina á einum þessa daga. Gula mín ólst upp í kamerat fjölskyldu og var kamerat
. Sagði að þegar strákarnir þrömmuðu inn í borgina eftir stríð hafi hún verið svo stolt og virkilega trúað að þetta stjórnarfar og friður kæmi hamingju í hennar líf og annara.
Pabbi hennar vann við viðhald á lestum í Hai Phong, lærði hjá franskinum, og á vissum tima voru vaktirnar langar hjá honum, að bíða eftir lest til að gera við, sem oft bara ekki komu. Mánaðarlega voru fundir á heimilinu eins og hjá flokknum, og farið yfir það sem betur mátti fara. Venjulegu fötin þurfti hún að fela fyrir utan heimilið, þar varstu klæddur flokksgrænu.
Eftir skóla fór hún til Kambódíu, að kenna, 81-83, var þar í 2ár, hennar herskylda, því þar var lítið um kennluhæft fólk á þeim tíma eftir þá rauðu.
Kaninn fordæmdi innrásina, og Kina líka, sem var í stríði við þá fyrir norðan, og aðal stuðningur rauðu, og svo Ari og félagar. Það er svo oft sem maður kynnir sér ekki fortíð fólks sem verður á vegi manns, og gerir kannski upp mynd sem er ekki réttlát, og stundum bara ekki sönn.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.4.2010 | 11:39
Lífoglist
Bloggar | Breytt 8.5.2010 kl. 15:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.4.2010 | 04:22
39tímar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
3.4.2010 | 14:56
Elli kerling er ekki vitlaus
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.4.2010 | 11:54
Buinn
Tad erfitt að arka svona allan daginn með athygli a fullu, atla að taka mer frí frá rustum a morgun, en er búinn að finna Andreas Kalda fjortiu og sjö ara, gaman haug, og vin hans Felix sextanara, sem eg er ekki eins spenntur að hitta. En eitt er vist, eg atla ekki að kaupa mer belju.En er spenntur að prófa Andreas, og aetla að taka fleiri en einn rúnt a honum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)