29.8.2007 | 20:18
Daydream
Daydream
Mikið er nú gott að hafa geislaspilara í bílum. Ég er alveg búinn að gefast upp á hlusta á útvarpið, allur þessi hellingur af auglýsingum um að kaupa og kaupa, þessi á afmæli í dag, þetta gerðist á þessum degi fyrir 17ogsúr og núna vantar klukkuna í ..... þetta trekkir mig bara upp. Í hleðslunni eru diskar sem hæfa oft hvernig mér líður eða vill láta mér líða.
- Kill Bill. Man þegar ég heyrði hann fyrst, fannst það vá, og var að pæla hvort hafi komið á undan, tónlistin eða myndin. Gott skap.
- Hárið. Ég held að ef ég hefði fæðst 10 árum fyrr, væri ég ennþá skakkur með kringlótt gleraugu og sítt hár. Þessi hugsjón heillar mig einhvern hátt, ást og friður, minnir mig líka á hitt heim. Ásríkur,
- Sounds from Himalaja. Fékk einu sinni dellu fyrir panflautu tónlist, í dag er þessi einn eftir, keypi hann af Indíánum sem voru að spila á götu í DE. Rólegur.
- Drengjakór. Einhver drengjakór frá Vin að syngja þjóðsöngva frá USA, DE og Rússlandi, syngja eins og englar blessaðir drengirnir. Jafnt skap.
- Black cat Withe cat. Einn uppáhalds diskurinn. Þessi spilagleði, kæruleysi, já góður til að vera í deginum í dag. Mikið gott skap.
- Gladiator. Góður í þessari spennu umferð, verð dreyminn og staðráðnari í að halda áfram þessari leit minni, maður lifir bara einu sinni. Róleg hugsun.
Athugasemdir
þessi tónlist sem þú telur upp er eftir mínum smekk, ég ætla að kaupa nýjan bíl núna bráðlega og þá ætla ég að fjárfesta í geislaspilara !!
AlheimsLjós til þín
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 31.8.2007 kl. 06:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.