Prinz Valium

Ferðin útá flugvöll spes.  Bíllinn sem ég hafði pantað kom ekki, og fór aðsnapa leigubíl og það var bara ekki sjálfgefið því þetta var um hánótt og bær gleðinnar var farinn að sofa.  Mótorhjólataxi fór í endann útá strönd að ná í bíl.   Svo útá hraðbraut fannst mér karlinn keyra skrítið, 4 akreinar og hann alltaf að skipta, gefa í og slá af, leitaði alltaf til hægri sem mér fannst ekkert skrítið og gerði alltaf sjálfur í þessari bresku homma vinstri umferð.  Það var ekki fyrr en engin vegur var framundan að ég kveikti á perunni og stökk á stýrið til að fara ekki til himna, eða niður.  Karlpungurinn var steinsofandi. Og þrátt fyrir vatnsgusur og sykurorkudykki á bensínstöð, þá þurfti ég hrista hann og klappa alla leiðina því hann bara gat ekki haldi augunum opnum. Má segja að ég hafi verið ósköp feginn þegar þessum túr lauk.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

gott að þú komst heill úr þessum túr.

jonina (IP-tala skráð) 1.3.2010 kl. 20:05

2 Smámynd: Viðar Zophoníasson

Takk Nína mín.

Viðar Zophoníasson, 2.3.2010 kl. 11:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband