Hljóð og strik

tákn 

      Bubbi skrifað grein um daginn sem ég held að nokkuð margir geti tengt við, ég er ekki alveg sáttur við þessi "blindu" orð, eitthvað svo óyfirstíganlegur dómur í þeim orðum og vonandi koma önnur betri á minni fallegu tungu um þennan "galla" ef hægt er að kalla það svo, og því hafa sumir breytt orðinu yfir í gjöf. Heilinn minn er núna í þeim hrærigraut að blanda saman mismunandi gerðum af hljóðum, (tungumál) sem getur verið pirrandi því þegar það er í gangi minnkar orðaforði minn í hugsun niður í að mér finnst í ekki neitt, þá er styttra á milli tilfinninga, því fyrir mig að hugsa á ylhýra er bara partý, svo mörg, falleg orð að mínum smekk sem ég get notað þar. Njörður P benti mér einhvertíma á þetta partý, ég var í partýinu, en vissi ekki hvað það var gott, tónlist kallaði hann hljóðinn, og hafi hann þökk fyrir.

     Margir af mínum félögum og vinum hafa ekki sjónminni á þessi tákn(ritmál) sem notuð eru til að framkalla mynd og/eða hljóð. Og eru því feimnir að setja hugsanir sínar í tánknform því þeir eru smeykir við að aðrir sjái að þeir hafa þennan gjafargalla. Sem er bara sorglegt, því þessi gjaflli tengist sjaldnast greind, og er ég því glaður þegar ég sé vitlaust skrifuð tákn á netinu frá þeim, því þá held ég að þeir séu að minnka að hugsa hvað aðrir séu að hugsa, og það er málið, minnka helst niður í frostmark að hugsa hvað aðrir eru að hugsa um þig, svo lengi að maður sé ennþá að gera góða hluti.

 

    Margar samræður mínar hér byrja á "fyrirgefðu hvað enskan mín er slæm" og fyrr svaraði ég ekkert mál hún er fín, en hvort þetta sorry sé leit að hrósi eða afsökun, er mér orðið sama, láta þá hætta þessu, og svara á móti, "ó ég vissi ekki að þú værir ensk/ur" sem endar svo á "því ertu sorry að tala ekki önnur hljóð fullkomlega, himinlangt í að ég geti það og ég er ekki baun sorry"

   Svo benti vinur minn mér á, vinur sem ég hef aldrei hitt eða séð, en ef ég mundi hitta hann mundi ég krumpa hann í klessu og kyssa á ennið, ég set ekki veru af sömu tegund og ég á stall, eru allar jafn (ó)merkilegar ég, og í dag finnst mér það smá fáránlegt, en mér þykir vænt um Edgard Tolle. Hann benti mér á að prófa að hugsa án orða, njóta þess sem á skinfærin skella án orða, og er ég á fullu í dag að reyna svo. Hlandhaus minn var góður í hjálpa mér að gera slíkt, líkamsmál og hljóð sem strik á fleti eru ekki kominn ennþá.

   Og að gera rétt, eða gera það sem aðrir segja sé rétt er alls ekki alltaf rétt, ég er mikið búinn að reyna að læra hljóðin hér samkvæmt "réttu" formúlunni, tákn, hljóð, mynd í huga, tengja svo þessi tákn saman til að fá hugsun og hljóð til að nota, en heilinn minn er ekki alveg að kaupa þessa aðferð af einhverjum orsökum, sem búa má til tákn og hljóð um. Því er ég núna að tengja hluti við hljóð og sleppa þessum táknum í bili. Ef þau koma, þá verður þar bara seinna.

 

Bargðgóður-Ngon-tasty-lecker-velsmagende-savoureux-รส อร่อย-schmackhaft- eitt meðal langt uml nær yfir öll þessi tákn.



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: K Zeta

Skemmtilegar hugleiðingar Viðar.  Núna þarftu að fara að hugleiða hvað þú ætlar að gera hérna næsta vor, kaupa íbúð með herbergi ofl.  En það er virkilega gaman að lesa eftir þig texta og með góðri æfingu gætir þú náð langt í því að skrifa eitthvað sem okkur öðrum langar að lesa.  Það eru svo margir UHU að skrifa eitthvað sem ekki nokkrum manni langar að lesa.  Keep on practice.

Kristján Zoph

K Zeta, 28.12.2010 kl. 12:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband