Malli

     KapitanMalli   Ein af þessum skrautlegu persónum sem hafa verið í vegi mínum  var Malli, ekki veit ég hvað Malli hét, kannski Marinó, en hann var bara Malli. 
     Hann fór tvo túra á bát sem ég var á en ég hafði hitt  hann oft áður, Malli var drykkjubolti og lygari af guðsnáð, og ég er ekki frá því að Malli hafi oftar en ekki trúað því  sem hann laug.  Hann laug peninga útúr flestu fólki sem hann kom nálægt.
          Einu sinni  þegar ég var ungur og sprækur og var að drekka morgunkaffiafréttaran úti í bæ, og talið barst að hvað ég gerði.  Lifnaði þá yfir frúnni og spurði mig um skipstjórann á skipinu, hann hafi fengið slatta af aur hjá henni til að kaupa steríógræur og fleira og ætlaði að koma með eftir næsta túr, en síðan eru margir mánuðir og hún hafði ekkert heyrt frá honum, ég spurði um nafn, ‘hann heitir Malli’ LoL .  ég held að það hafi verið hans uppáhalds lygastarf, að vera skipstjóri eða stýrimaður á fragtskipi.        
          Ekki veit ég hvernig Malli fékk síman hjá móður minni, en hann hringdi oftar en einu sinni til að fá pening til að borga inná hestannámskeið fyrir barnabörnin hennar, en hann hætti því, því Malli var engin rumur og vissi hvenær átti að hætta til að halda heilsu.    
      Jú hitt meginhlutverk Malla var að hann var gróser í hestamennsku og tamningamaður mikill, og var talandi alfræðibók á þann heim, minnir að Malli hafi platað einhverja hestamenn um aur, hestar og heilaskurðlækningar var þemað hjá honum þá.  En samt skrítið hvað þetta gekk hjá honum, því Malli var í útliti eins ljótur Breti og var með brenndar tennur í munni, en þegar hann var á sínum drykkjutúrum var hann alltaf í dýrustu og flottustu gerð af jakkafötum.      Já hann Malli var einstakt fyrirbæri,  því "Mallarnir" sem eru núna í fréttatímum í sínum flottu jakkafötum, eru ófullir og ógeðslegir á alla kanta.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband