Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2011
19.1.2011 | 02:12
Nýtt albúm, 2011
Á gamalárs var ég í mat hjá frönskum vin, við ákváðum að hefja árið á ferð, og þegar fimm tímar voru liðnir af nýja árinu vorum við komnir á hjólin og lagðir af stað í skíta kulda og sudda. 'eg held að fólk sé engu nær nær þó ég telji upp nöfn svo við sleppum því. Fórum að landamærum Laos og gistum í bammbú kofa í litlu þorpi með fjallasýn í allar átti, svona dalir eru í kennslubókum frakka um hvernig á ekki að heyja stríð, eða í það minnsta að ofmeta ekki sjálfan sig. Fegurðin og kyrrðin þarna þarna fyrir norðan og norðvestan er stórkostleg, póstkort í allar áttir. Jú þetta er vietnam, en þar sem ég var eru minnihlutahópar, margir með sýna eigin tungu, thai fólk sem kom þarna fyrir einhverjum hundruðum ára, og þeir aðskilja sig með lit, ein ættin er með fagur fjólubláan lit fyrir sinn bálk. Yndislegt fólk sem er ekki komið í 2007 gír eins og stærstur hluti þessa lands. Og að hjóla þarna í fjöllunum, er þar sem ég hef eiginlega komist næst í því að skilja orðið frelsi.
Bloggar | Breytt 20.1.2011 kl. 03:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.1.2011 | 13:50
Fasteignaskattur
Bloggar | Breytt 19.1.2011 kl. 01:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)