5.4.2009 | 16:45
ÞýskaAmma
Einu sinni vorum við Grizzly að eldaþunnir, og hann sagði að það hlýtur einhver framaliðinn að vera drekka í gegnum hann, ég var mikið sammála þeirri kenningu, sagði að 6. herinn væri að halda á sér hita í gegnum mig. Þá horfði hann á mig og spurði, veistu að fjölskyldan á sögu í þann her já það vissi ég, og ef mamma hefur sagt þér frá bróður sínum, þá þykir henni vænt um þig. Ég sat mörg sunndagssíðdegi með þýsku ömmu og vinum hennar að drekka kaffi, borða kökur og kjafta saman, stundum bara við tvö. Ég sé eftir að hafa ekki skrifað niður jafn harðan og ég heyrði, um lífshlaup þessarar duglegu yndislegu konu. Hún sagði mér frá bróður sínum, fallegur lífsglaður drengur, sem var stoltur að vera partur af besta her í heimi. Í seinasta bréfinu sem hann sendi, og allt gekk vel, var hann við Kákasus fjöllin, og sagði að þetta væri bara næstum alveg eins og heima, ótúrlega fallegt, svo heldu þeir í norðaustur, í áttina að volgograd.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.