200%

 

 Umferðin hér er að magnast, var nú alveg meira en nóg.  Núna eru krakkarnir að koma heim úr skólum, áður en lagt er af stað út í þorpin fyrir helgina.  Fyrir ekki mörgum árum ætluðu kameratar að stoppa þessa hræðilegu fjölgun á mótorhjólum, og íbúar Hanoi gátu ekki keypt sér hjól hér í bæ.   En svona (sænskar) reglur og bönn virka bara ekki nema stundarkorn, fólk fór bara rétt útfyrir bæinn og fékk sér hjól.  En núna eru það bílarnir, þeim fjölgar með batnandi efnahag, og þeir hafa hækkað tolla á þeim úr 100% í 200%, og hvenær í 300% veit ég ekki, þetta er gömul borg sem er var ekki með mótorhjól eða bíla á dagskrá þegar hún byggðist upp.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband