15.11.2010 | 14:37
Flugdólgur
Maður hefur séð í myndum þegar flugþjónn hefur kallað í hátalarakerfið, kann einhver að fljúga flugvél, eða er læknir um borð. En þetta var alveg nýtt, í Júmbó þotu á leið til Asíu og heyra "við erum með mjög drukkinn mann hér frammi sem er eiginlega alveg óður, eru einhverjir karlmenn til í að koma og hjálpa okkur". Ég veit ekki hvað mörg hundruð manns komast í svona ferlíki, en bara 5 viddar stóðu upp og töltu frammi. Ég hugsaði á leiðinni, hvað er að þessu liði, ræfillinn hefur fengið sér aðeins of mikið í tána, bara tala hann til og öll dýrin í skóginum verða aftur vinir. En við okkur blasti sauðdrukkinn 190cm hnetuheili með tattú á hausnum, virkilega óheillandi, svo 5 á móti einum var heppileg tala, og ekki mjög leiðinlegt að taka hann niður, mætti ske oftar, því þjónustan sem við fengum eftir þetta var 101%
Athugasemdir
Tek fram að ég er gamall friðelskandi afi, hinir voru vel snyrtir strákar, í níðþröngum stuttermabolum svo maður gæti næstum örugglega talið sex kúlur á maganum, Zimbar með kolsvartan makka, á leið í frí til að borða góðan mat og liggja á strönd.
Viðar Zophoníasson, 16.11.2010 kl. 05:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.