6.3.2010 | 15:59
80+
Ég á gömul bómullarnáttföt, já gömul og slitinn með marga enda út í loftið, haugamatur, en bestu föt til að sofa í hér í rakanum. Og í morgun fór ég niður og mallaði grautinn minn sem er mín víet útgáfa af hræringum heima. Sat ég í stofunni í náttfötum, með hvorki skegg eða hár í tagli. Syfjaður að láta skeiðina rata í munn í gegnum mitt síða hár. Kemur þá gula mín heim með konu til að pranga inná eitthvað snyrtivörudrasl sem dóttir hennar kaupir í ''kolaporti'' í Frakklandi og sendir hingað, og kerla mín selur nýríkum kerlingum til að fjármagna nám hennar. En þegar þær voru farnar aftur út spyr konan gulu mína '' gerir þú hrígrjónasúpu fyrir hann á hverjum degi?'' (hrígrjónasúpa eru mauksoðinn hrísgrjón sem gefin eru gömlu fólki sem misst hafa allar tennur)
Athugasemdir
ææ óheppilegt að láta "ná" sér á svona augnabliki ótilhafður :Þ
jonina (IP-tala skráð) 6.3.2010 kl. 20:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.