5.3.2010 | 14:39
Tilgangsleyi algjört.
Þegar ég var í Frakklandi, hjólaði ég í vinnuna í gegnum lítinn bæ, fallegur með stóra brú fyrir lest yfir sér. 'A hæsta punkti bæjarins var minnismerki, fallegt minnismerki um drengina sem þessi bær, eða þorp í þá daga, sendi í dauðan í fyrra stríði. Nöfnin þeirra og hvenær þeir féllu. Maður sá á listanum hvenær mestu orrusturnar voru, Somme og Verdun, þorpið hefur verið gjörsamlega hreinsað af mönnum sem haldið gátu á vopni, miðað stærð þorpsins og fjölda nafna á merkinu, þá voru bara ókynþroska og mjög svo aldraðir eftir. Bara sorglegt, og ekkert kom úr nema vondir samningar og annað ömurlegt stríð.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.